Lengjubikarinn hefst í dag
Lengjubikar karla í körfuknattleik fer af stað með þremur leikjum í dag og eiga bæði Grindvíkingar og Keflvíkingar útileiki í þetta skiptið.
Grindvíkingar ferðast á Ísafjörð þar sem Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun kljást við fyrrum félaga sína í KFÍ. Bein útsending af leiknum verður hér á KFÍ-TV.
Keflvíkingar mæta svo Hamarsmönnum í Hveragerði en leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Njarðvíkingar leika gegn Valsmönnum á morgun að Hlíðarenda.