Lengjubikar kvenna: Keflavík komst áfram
Keflavíkurstúlkur mæta Hamri í undanúrsllitum Lengjubikars kvenna í körfuknattleik. Þær unnu góðan sigur á Snæfelli á laugardaginn, 74-59. Lið Njarðvíkur féll úr keppni eftir stórt tap gegn Hamri, 81-50. Lið Grindavíkur féll einnig úr keppni eftir ósigur gegn Haukum, 64-49. Keflavík er því eina Suðurnesjaliðið í undanúrslitunum. Hin liðin eru Hamar, KR og Haukar.
Keflavík byrjaði betur og hafði forystuna eftir fyrsta leikhlutann, 18-12. Snæfell hélt Keflvíkingum við efnið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 35-33 fyrir Keflavík. Í þriðja leikhluta var jafnræði með liðunum og mikil spenna í leiknum. Staðan eftir þriðja leikhluta í 51- 47 fyrir Keflavík. Það var síðan í fjórða leikhlutanum sem leiðir skildu og Keflavík tók málin í sínar hendur, skoraði 23 stig gegn tólf. Lokatölur urðu því 74-56.
Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundóttir voru stigahæstar í liði Keflavíkur með 19 stig hvor.
Mynd/www.karfan.is – Hart var barist í leik Keflavíkur og Snæfells um helgina.