Lengjubikar kvenna í dag í Reykjaneshöll
Leikið verður í Lengjubikar kvenna í dag í Reykjaneshöll. Á hádegi mætast Grindvíkingar og Afturelding en Grindvíkingar eru enn án stiga í B-deild keppninnar. Keflvíkingar taka svo á móti HK/Víking klukkan 14:00 en Keflvíkingar eru efstar í C-deild með 12 stig eftir 5 leiki.
B-deild: 12:00 Grindavík - Afturelding (Reykjaneshöllin)
C-deild: 14:00 Keflavík - HK/Víkingur (Reykjaneshöllin)
Mynd tekin fyrir skömmu af liði Keflavíkur