Lengjubikar: Keflavík tapaði en Grindvíkingar sigruðu
Keflvíkingar máttu sætta sig við tap gegn KR-ingum í Lengjubikarnum í gær en leikurinn fór fram í Reykjaneshöll. Keflvíkingar voru fljótlega komnir 2-0 undir en Guðmundur Steinarsson minnkaði muninn fyrir leikhlé. Guðmundur misnotaði svo vítaspyrnu í síðari hálfleik er markvörður KR varði frá honum. Njarðvíkingurinn Óskar Örn Hauksson skoraði svo þriðja mark KR skömmu fyrir leikslok en Guðmundur Steinarsson náði aftur að svara fyrir Keflavík á lokamínútu leiksins en ekki dugði það til. Lokatölur því 3-2 KR í vil.
Grindvíkingar lögðu hins vegar lærisveina Guðjóns Þórðarssonar frá Bolungarvík í Reykjaneshöllinni í gær 2-0. Michal Pospisil og Matthías Örn Friðriksson sáu um að skora mörk Grindvíkinga í leiknum.
Mynd: Guðmundur Steinarsson setti tvö í gær og misnotaði víti