Lengjubikar karla: Keflavík og Grindavík í undanúrslit
Keflavík, Grindavík, KR og Snæfell munu leika í undanúrslitum Lengjubikarsins í körfuknattleik karla. Grindavík vann öruggan sigur á Njarðvík í gærkvöldi með 102 stigum gegn 87. Páll Axel Vilbergsson var með 28 stig fyrir Grindavík og hjá Njarðvík var Guðmundur Jónsson með 25 stig.
Keflavík vann Hamar 97-85 þar sem Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur í liði Keflvíkinga með 23 stig.
Leikur Grindvíkinga og Njarðvíkinga fór fram í Ljónagryfunni. Jafnt var á með liðunum í fyrstu en þegar líða tók á annan leikhluta tóku Grindvíkingar forystuna og höfðu 8 stigum betur í hálffleik. Þeir mættu vel stemmdir í seinni hálfleikinn og léku vel á meðan lítið gekk hjá Njarðvíkingum.
Keflvíkingar tóku á móti Hamri í Toyotahöllinni og byrjuðu mun betur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-16. Hamarsmenn létu ekki mótlætið buga sig og tóku á því í öðrum leikhluta þar sem þeir skoruðu 30 stig gegn 10 stigum Keflvíkinga. Staðan var jöfn í hálfleik, 51-51. Leikurinn var í járnum þangað til undir lokin að Keflavíkingar náðu undirtökunum og höfðu sigur.
Mynd/www.karfan.is – Frá leik Grindavíkur og Njarðvíkur.