Miðvikudagur 22. september 2010 kl. 08:40
Lengjubikar karla: Grindavík og Keflavík berjast um sæti í úrslitum
Spennan verður eflaust mikil í kvöld í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfuknattleik en þá kemur í ljós hvaða lið keppa til úrslita. Tvö Suðurnesjalið leika í undanúrslitunum, Grindavík sem mætir Snæfelli í Hólminum og Keflavík fær KR-inga í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.