Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lele Hardy verður spilandi þjálfari Njarðvíkurkvenna
Föstudagur 29. júní 2012 kl. 10:37

Lele Hardy verður spilandi þjálfari Njarðvíkurkvenna

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna. Samið var við Lele Hardy um að vera spilandi þjálfara liðsins. Henni til aðstoðar verður Lárus Magnússon. Karfan.is greinir frá:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu á vef Njarðvíkur segir:

Það var vitað að stórta skarð þurfti að fylla eftir að Sverri Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur á nýafstöðnu tímabili, ákvað að taka að sér þjálfun karlaliðs Grindavíkur. Lele Hardy er vel kunn hjá Njarðvík en hún lék með liðinu á liðnu tímabili við góðan orðstír og var m.a valinn besti erlendi leikmaður tímabilsins ásamt því að verða Íslands- og bikarmeistari með liðinu.

Stjórn Körfuknattleiskdeildar UMFN bindur miklar vonir við þetta nýja þjálfarateymi. Enda bæði vel kunn innviðum félagsins.

Stefna félagsins er sem áður að ávallt vera í fremstu röð.

Mynd/ Lele Hardy var ein aðalsprautan í sigursælu liði Njarðvíkinga á síðasta tímabili. Mynd: karfan.is