Lele Hardy leikmaður umferða 16-18
Suðurnesjaliðin leika heima í kvöld
Njarðvíkingurinn Lele Hardy hefur verið valin Domino´s leikmaður umferða 16-18 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á vefsíðunni Karfan.is. Hardy fékk 49,54 % atkvæða en kosið var á síðunni af lesendum hennar. Með henni í kjörinu voru Kristrún Sigurjónsdóttir, Valur, (21,76%) og Shannon McCallum, KR, (28,70%).
Í 16. umferð var Hardy með 16 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar í leik gegn Haukum, 26 í framlag. Í 17. umferð var hún með 29 stig, 18 fráköst og 6 stoðsendingar gegn Grindavík og 46 í framlag og í 18. umferð gerði hún 39 stig, tók 24 fráköst og gaf 8 stoðsendingar gegn Keflavík og hlaut 49 framlagsstig!
Lele Hardy er fyrsti leikmaðurinn þetta tímabilið til að vera valinn Domino´s leikmaðurinn í tvígang.
Geta má þess að í kvöld fer fram heil umferð í Dominos-deild kvenna og eiga öll Suðurnesjaliðin heimaleik að þessu sinni.
Leikir dagsins hefjast klukkan 19:15:
Grindavík-Fjölnir
Keflavík-Valur (Beint á Sport TV)
Njarðvík-Snæfell
KR-Haukar
Keflvíkingar fá Valsstúlkur í heimsókn í kvöld.