Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Léku í ósamstæðum sokkum
Mynd: Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Grindavíkur.
Fimmtudagur 22. mars 2018 kl. 09:50

Léku í ósamstæðum sokkum

Kvennalið Grindavíkur, Keflavíkur og Njarðvíkur í körfu léku öll í ósamstæðum sokkum í leikjum sínum í gærkvöldi í tilefni af alþjóðlega Downs deginum sem var í gær.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úr leik Keflavíkur og Hauka, mynd: Margrét Sæmundsdóttir.

Úr leik Njarðvíkur og Breiðabliks, mynd: Karfan.is.