Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Léku á als oddi
Þriðjudagur 28. mars 2006 kl. 12:15

Léku á als oddi

Skallagrímur jafnaði metin gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í gær. Lokatölur leiksins voru 94 – 76 Skallagrím í vil en heimamenn höfðu undirtökin í leiknum frá upphafi og áttu Keflvíkingar fá svör gegn heimamönnum í gær.

Keflvíkingar gerðu vel stöku sinnum að minnka muninn en þegar þeir hófu að anda í hálsmál Borgnesinga juku heimamenn muninn á ný. Sverrir Þór Sverrisson lék ekki með Íslandsmeisturunum í gær sökum veikinda og kom það niður á hinni aldræmdu pressuvörn Keflavíkur sem skilaði ekki nægilega miklu. Staðan er því 1 – 1 í viðureignum liðanna sem mætast aftur á fimmtudagskvöld.

Borgnesingar mættur reiðubúnir til leiks og gerðu fyrstu sjö stigin áður en Keflvíkingar gátu svarað. Keflavík jafnaði metin í 11 – 11 en Axel Kárason og George Byrd sáu til þess að staðan yrði 24 – 15 að loknum 1. leikhluta þar sem Byrd gerði flautukörfu.

Seint í 2. leikhluta fékk AJ Moye sína þriðju villu og nýttu Skallagrímsmenn tímann vel sem Moye var á bekknum og gengu til hálfleiks með 12 stiga forystu, 53 – 41. Gunnar Einarsson var þá einnig kominn með þrjár villur og mótbárurnar í leik Keflavíkur nokkuð þungar.

Skallagrímur lék á alls oddi í gær, hvattir áfram af dyggum stuðningsmönnum héldu þeir áfram að auka muninn. Pressuvörn Keflavíkur skilaði þeim litlu og ljóst að heimamenn höfðu farið rækilega í saumana á pressu Keflavíkur. Að loknum 3. leikhluta var staðan 75 – 62 og lauk leik í stöðunni 94 – 76.

George Byrd var illviðráðanlegur í teignum í gær, gerði 27 stig og tók 25 fráköst. Þá átti Axel Kárason einnig ljómandi góðan dag hjá Skallagrím með 22 stig.

AJ Moye setti niður 25 stig hjá Keflavík og tók 11 fráköst og Magnús Gunnarsson gerði 15 stig í leiknum.

Dómarar leiksins:
Sigmundur Már Herbertsson
Björgvin Rúnarsson

Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöld í Sláturhúsinu kl. 20:00.

Tölfræði leiksins

VF – myndir/ JBÓ, [email protected]

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024