Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Léku 72 holur á innan við sólarhring
Sunnudagur 24. júní 2007 kl. 00:59

Léku 72 holur á innan við sólarhring

Sextán kylfingar á vegum Capacent Gallup léku 72 holur 21. júní,  lengsta degi ársins og kölluðu það golfaþon. Þeir hófu leikinn á  Hvaleyrinni klukkan hálf sex að morgni og léku 36 holur þar. Þaðan  héldu kylfingarnir til Suðurnesja þar sem þeir léku 36 holur í  Leirunni. Þeir luku leik um kl. 2 um nóttina.

Skipt var í tvö lið og var leikið nýtt fyrirkomulag á hverjum átján  holum. Í hópnum mátti sjá kunna íþróttakappa m.a. þá Pál Kolbeinsson,  fyrrverandi körfuboltmann úr KR, Albert Óskarsson sem einnig tróð í  körfur hér á árum  áður, feðgana Gunnstein Skúla og Skúla  Gunnsteinsson og einnig formann körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar  Guðjónsson.

Kylfingarnir voru þreyttir þegar þeir luku leik tæpum sólarhring eftir að þeir byrjuðu en afrekið var frábært og Hrannar Hólm, einn  sextánmenningana sagði að þetta yrði endurtekið á næsta ári.

Sjáið viðtal við Hrannar og myndir í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024