Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikur Keflvíkinga gegn Fjölni frestað til morguns
Fimmtudagur 17. maí 2018 kl. 14:55

Leikur Keflvíkinga gegn Fjölni frestað til morguns

Leik Keflavíkur og Fjölnis í Pepsi-deildinni í knattspyrnu sem fara átti fram á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld hefur verið frestað til morguns og mun fara fram þá, föstudag kl. 19.15. Veðurguðirnir eru í miklu óstuði og spáð er hávaðaroki og rigningu og því var ákveðið að færa leikinn.

Keflvíkingar eiga útileik gegn KA í næstu umferð og sá leikur átti að vera á mánudagskvöld en hefur verið færður til þriðjudagskvölds. Að sögn Jónasar Guðna Sævarssonar, framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar Keflavíkur voru KA-menn komnir út í flugvél og leikur þeirra gegn Breiðabliki mun fara fram í kvöld. Keflvíkingar töldu of skammt á milli leikja frá föstudegi og mánudag og óskuðu eftir því að leikurinn á mánudag yrði færður og var orðið við því.

Hitt Suðurnesjaliðið, Grindavík leikur annað kvöld útileik gegn Víkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024