Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikur kattarins að músinni
Miðvikudagur 5. nóvember 2014 kl. 21:17

Leikur kattarins að músinni

Keflvíkingar burstuðu granna sína úr Grindavík

Það er óhætt að segja að Keflvíkingar hafi kafsiglt granna sína frá Grindavík þegar liðin mættust í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar unnu 49 stiga sigur, 106-57, og höfðu yfirburði allt frá upphafi. Staðan í hálfleik var 59-28 Keflvíkingum í vil og úrslitin því nánast ráðin þegar gengið var til búningsklefa. Áfram héldu heimakonur þar sem frá var horfið og segja má að Grindvíkingar hafi aldrei átt möguleika.

Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn hjá Keflavík en hún skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. Sara Rún var svo með myndarlega tvennu, 13 stig og 14 fráköst. Allir leikmenn Keflvíkinga nema einn komust á blað og allir fengu að spila. Keflvíkingar eru á toppi deildarinnar ásamt Haukum og Snæfell.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var varla sjón að sjá Grindvíkinga sem þó léku án Rachel Tecca sem glímir við meiðsli. Þær hittu einungis úr 2 af 22 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og virðust ráðalausar í sóknarleiknum. Skyttan Pálína Gunnlaugsdóttir hitti úr 4 af 18 skotum sínum utan af velli í leiknum, en hún virðist ekki vera að finna sitt gamla form í upphafi leiktíðar. Tölfræði leiksins og myndir má finna hér að neðan.

Keflavík-Grindavík 106-57 (35-11, 24-17, 21-17, 26-12)

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 29/18 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/14 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11, Hallveig Jónsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 0.


Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 14, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 8/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skuladóttir 2, Elsa Katrín Eiríksdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0.