Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikur Grindvíkingur í NBA á næsta tímabili?
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 23:51

Leikur Grindvíkingur í NBA á næsta tímabili?

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson sem leikið hefur körfubolta með Davidson háskólanum í Bandaríkjunum hefur ákveðið að setja nafnið sitt í pottinn í nýliðavali NBA deildarinnar 2019. Valið fer fram í Barclays Center í Brooklyn 20. júní nk.

Jón sagði frá þessu á Instagram síðu sinni og sagði þar m.a.:

„Eftir ítarlega íhugun með fjölskyldu minni og þjálfurum, tel ég það skynsamlegt að gefa kost á mér í nýliðavali NBA . Með tilliti til nýrra reglna mun ég ráða mér umboðsmann,“ sagði Jón Axel og bætti því við að hann væri mjög spenntur fyrir þessari nýju áskorun sinni og að þessi ákvörðun sé tekin með þeim fyrirvara að fái hann ekki samning muni hann spila með Davidson á síðasta tímabili sínu í skólanum næsta vetur.

Jóni hefur gengið afar vel á körfuboltavellinum vestra. Hann var valinn leikmaður ársins í riðlinum sem Davidson leikur í. Jón var með 16,9 stig í vetur, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024