Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Leikur 2: Hvað gera Grindvíkingar í kvöld?
Mánudagur 26. mars 2007 kl. 11:02

Leikur 2: Hvað gera Grindvíkingar í kvöld?

Njarðvík og Grindavík mætast í sínum öðrum leik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00 í Röstinni í Grindavík. Njarðvík leiðir einvígið 1-0 eftir 96-78 stórsigur í Ljónagryfjunni á laugardag. Þrjá sigra þarf til að komast áfram í úrslitin.

 

Fyrsti leikur liðanna var ójafn allt frá upphafi til enda. Íslandsmeistararnir sendu gesti sína aftur heim til Grindavíkur með skottið á milli lappanna. Sigurinn var í höfn þegar 1. leikhluta var lokið en þá var staðan 32-10 og Igor Beljanski kominn með 17 af þessum 32 hjá Njarðvík.

 

Aðdáunarvert var að heyra til stuðningsmanna Grindavíkur á laugardag en þrátt fyrir tapið stóra stóðu stuðningsmenn Grindavíkur upp og hvöttu sína menn þegar leik var lokið. Þar með sendu stuðningsmennirnir leikmönnum Grindavíkur skýr skilaboð um að þeir ætluðu að standa við bakið á sínum mönnum sama hvað á bjátaði. Í þessu verður þó ekkert tekið frá stuðningsmönnum Njarðvíkinga sem einnig áttu góðan dag á pöllunum.

 

Ljónagryfjan var full á laugardag og má fastlega gera ráð fyrir því að Röstin verði einnig þéttsetin í kvöld svo fólk ætti að mæta í Grindavík tímanlega.

 

Grindavík-Njarðvík

Röstin í Grindavík kl. 20:00

 

VF-mynd/ [email protected] - Igor Beljanski fór á kostum á laugardag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024