Leikskráin kveikti í Njarðvíkurstúlkum: „Eruð þið með pung?“
Njarðvík kom flestum á óvart og sló frábært lið Hamars út í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfu í Hveragerði í gærkvöldi. Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarvíkur segir í viðtali á leikbrot.is meðal annars að hann og lið hans hefði séð áætlaðan leik Hamars og Keflavíkur auglýstan í leikskránni fyrir leikinn og að það hefði kveikt í mannskapnum.
Jón Björn Ólafssson á karfan.is tók viðtalið og fer á kostum í fyrstu spurningu þar sem hann spyr Sverri: „Eruð þið með pung?“