Leikmenn Keflavíkur í Power Camp
Leikmenn körfuknattleiksliðs Keflavíkur fengu á dögunum nasaþefinn af Power Camp æfingunum sem hefjast á morgun hjá Erni Steinari einkaþjálfara. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, fylgdist með Erni Steinari þegar hann lét leikmenn sína púla út í eitt en Sigurði mun hafa litist vel á æfingarnar.
Námskeiðið Power Camp hefst á morgun þar sem fólk verður látið taka hressilega á því og þá mun matreiðslumeistarinn Örn Garðarsson einnig vera viðriðinn námskeiðið þar sem hann mun kenna fólki að matreiða gómsæta og síðast en ekki síst holla rétti.