Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 19:08

Leikmenn grilla fyrir stuðningsmenn

Leikmenn og stjórn Landssímadeildarliðs Keflavíkur verða með opið grill nk. laugardag þar sem stuðningsmenn geta komið með steikurnar sínar. Gunnleifur markmaður, sem grillaði KR-ingana á dögunum, mun ásamt félögum sínum í Keflavíkurliðinu, grilla fyrir stuðningsmenn þeirra eigið kjöt. Knattspyrnudeildin býður upp á gos með matnum. Grillað verður á tjaldstæðinu Stekk í Reykjanesbæ og heitt verður orðið í kolunum kl. 13:00. Allir velkomnir. Ætlunin er að koma leikmönnum og stuðningsmönnum í réttu stemmninguna fyrir næstu umferð í deildinni, en á mánudag mætir Keflavík nágrönnum sínum úr Grindavík. Fyrir og eftir alla heimaleiki í sumar munu leikmenn og stuðningsmenn hittast á veitingastaðnum Glóðinni, sem verður stuðningsmannastaður Keflvíkinga í sumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024