Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikmannahópur UMFN fullskipaður
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 15:32

Leikmannahópur UMFN fullskipaður

Nokkarar hræringar hafa verið hjá Bikarmeisturum UMFN í körfuknattleik að undanförnu en nú er liðið fullskipað fyrir næsta leiktímabil. Ber helst að nefna að Páll Kristinsson hefur gengið í raðir UMFG en Njarðvíkingar eiga þó þeirri lukku að fagna að hafa fengið Jeb Ivey, bakvörðinn knáa, til liðs við sig.

Leikmannahópur Njarðvíkur leiktímabilið 2005-2006 er eftirfarandi:

Friðrik E Stefánsson, 204 cm, Miðherji, 29 ára   
Jeb Ivey, 187 cm, Bakvörður, 25 ára  
Örvar Kristjánsson, 196 cm, Framherji, 28 ára
Egill Jónasson, 216 cm, Miðherji, 21 árs
Kristján R Sigurðsson, 187 cm, Bakvörður, 19 ára
Guðmundur Jónsson, 188 cm, Bakvörður, 21 árs
Brenton Birmingham, 195 cm, Bakvörður, 33 ára  
Rúnar Ingi Erlingsson, 185 cm, Bakvörður, 16 ára  
Hjörtur Hrafn Einarsson, 193 cm, Framherji, 16 ára
Ragnar H Ragnarsson, 188 cm, Bakvörður, 29 ára
Jóhann Árni Ólafsson, 195 cm, Bakvörður, 19 ára
Halldór R Karlsson, 194 cm, Framherji, 27 ára
Jónas Ingason, 194 cm, Framherji, 20 ára

Eins og sjá má hafa orðið breytingar á hópnum frá síðasta vetri.

Komnir:
Jeb Ivey, Frá Fjölni
Hjörtur Hrafn Einarsson, yngri flokkum UMFN
Rúnar Ingi Erlingsson, yngri flokkum UMFN
Örvar Kristjánsson, Ljónunum
Ragnar Ragnarsson, Ljónunum
Farnir:
Páll Kristinsson, UMFG
Sveinbjörn Skúlason, Þór Þorlákshöfn
Daníel Guðni Guðmundsson, FSU Selfossi
Ólafur Aron Ingvason  
Helgi Már Guðbjartsson  
Arnar Smárason  

Þjálfari liðsins er Einar Árni Jóhannsson en aðstoðarþjálfari er reynsluboltinn Gunnar Þorvarðarson, Guðjón Karl Traustason er sjúkraþjálfari.

www.umfn.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024