Leikjaniðurröðun Pepsi- deildarinnar aðgengileg á netinu
- Keflavík leikur heima á Ljósanótt
Pepsi- deildin í knattspyrnu hefst þann 27. apríl nk. og er leikjaniðurröðun sumarsins orðin aðgengileg á netinu. Grindavík mætir margföldum Íslands- og bikarmeisturum FH á heimavelli þann 28. apríl nk. og Keflavík fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni sama dag.
Þann 31. ágúst leikur Keflavík á móti Fylki en þá er Ljósanótt í Reykjanesbæ og verður án efa mikil stemning á leiknum. Bæði lið eru í fullum undirbúning fyrir Pepsi- deildina í sumar en liðin mætast þann 7. maí á Nettóvellinum í Keflavík í fyrri nágrannaslag sumarsins.