Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Laugardagur 20. júlí 2002 kl. 14:25

Leikjanámskeiði Keflavíkur slúttað með útskrift og grillveislu

Útskrift úr íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur var haldin í gær, föstudaginn 19. júlí, í Reykjaneshöll. Þarna voru saman komnir krakkarnir sem höfðu verið á námskeiðinu og foreldrar þeirra. Allir krakkarnir fengu viðurkenningu frá Keflavík að launum og eftir að allir höfðu verið útskrifaðir var boðið upp á grillaðar pylsur og Hi-C.

Þetta var seinna námskeiðið hjá íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur og stóð yfir frá 1. - 19. júlí. Námskeiðið var með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og var hver dagur vel skipulagður. Farið var með börnin í óvissuferð í keilu á Keflavíkurflugvelli, haldið var furðufatapartý og diskó í Fjörheimum og margt fleira skemmtilegt gert.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024