Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Leikjamet og markamet Guðmundar í sama leiknum - Sjáið myndirnar af markametinu
Þriðjudagur 16. ágúst 2011 kl. 02:09

Leikjamet og markamet Guðmundar í sama leiknum - Sjáið myndirnar af markametinu

Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk í gærkvöldi afhentan blómvönd fyrir leikinn gegn Grindavík, sem fram fór á Nettó-vellinum í Keflavík í Pepsí-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn í gærkvöldi var sá 215. sem Guðmundur lék fyrir Keflavík í meistaraflokki. Þar með hafði Guðmundur bætt gamalt leikjamet Sigurðar Björgvinssonar sem var 214 leikir fyrir Keflavík í meistaraflokki
Fyrsti leikur Guðmundar var þann 29. ágúst 1996 þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri á Val á Keflavíkurvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Guðmundur Steinarsson setti fleiri met í gærkvöldi því nýtt markamet fyrir Keflvíkinga í efstu deild karla í knattspyrnu var staðreynd og hann hirti þar með metið af föður sínum.

Steinar Jóhannsson lék með Keflvíkingum frá 1969 til 1982 og skoraði 72 mörk í 139 leikjum fyrir félagið í efstu deild en Steinar varð Íslandsmeistari með Keflavík 1969, 1971 og 1973. Hann varð markakóngur deildarinnar árið 1971 með 13 mörk í 15 leikjum.

Guðmundur skoraði jöfnunarmark Keflavíkur gegn Grindavík í gærkvöldi, 1:1, og gerði þar með sitt 73. mark í 215 leikum fyrir Keflavík í efstu deild.

Á efstu myndinni með þessari frétt er Guðmundur í þann mund að skora sitt 73. mark fyrir Keflavík. Neðsta myndin var hins vegar tekin fyrir leikinn þegar Þorsteinn Magnússon afhenti Guðmundi blómvönd fyrir leikinn til staðfestingar á leikjametinu.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson