Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 12. júní 2000 kl. 21:15

Leikjamet hjá Gunnari Oddssyni

Gunnar Oddsson, fyrirliði Keflvíkinga í knattspyrnu, bætti í dag leikjamet Sigurðar Björgvinssonar í efstu deild í knattspyrnu. Leikur Keflvíkinga og Fram í dag var 268. leikur Gunnars í efstu deild hérlendis, en hann hefur leikið með KR og Leiftri, auk Keflavíkur. Samkvæmt heimildum Vf hefur Gunnar ekki misst úr leik í efstu deild frá því 1990, enda fátt sem getur stöðvað hann jafnt inni á vellinum sem utan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024