Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikjahæsti Njarðvíkingurinn
Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 16:34

Leikjahæsti Njarðvíkingurinn

Guðni Erlendsson er leikjahæsti leikmaður Knattspyrnudeildar Njarðvíkur en hann hefur leikið 161 leik fyrir félagið. Guðni hefur átt við talsverð meiðsli að stríða á ferlinum og ef þau hefðu ekki sett strik í reikninginn væri hann kominn yfir 200 leikja múrinn. Guðni var t.a.m. frá lungan úr síðustu leiktíð sökum meiðsla.

Næstur á eftir Guðna í leikjafjölda er félagi hans Bjarni Sæmundsson með 147 leiki. Sævar Eyjólfsson er enn markahæsti leikmaður félagsins með 72 mörk í 88 leikjum en Sævar leikur nú með ÍBV í Landsbankadeildinni.

http://fotboltinn.umfn.is

VF-mynd/ Guðni t.h. í leik með Njarðvíkingum gegn KR í bikarkeppninni.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024