Leikir kvöldsins: FH á toppinn á ný, Reynir úr leik í 3. deildinni
FH færðist skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með stórsigri á Grindavík á heimavelli þeirra síðarnefndu, 0-4.
Allan Borgvardt skoraði tvö mörk fyrir Hafnfirðinga, Jón Þorgrímur Stefánsson og Tommy Nielsen skoraði fjórða mark gestanna úr víti.
Þá lutu Keflvíkingar í gras þegar þeir töpuðu 2-1 gegn ÍA á Skipaskaga. Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Þórarins Kristjánssonar en Skagamenn sýndu styrk sinn á heimavelli og tryggðu sér sigurinn.
Að lokum má geta þess að Reynismenn eru úr leik í úrslitakeppni 3. deildar eftir tap gegn Fjarðarbyggð,3-2, í undanúrslitum.
Nánari fréttir af leikjunum innan skamms...