Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikir kvöldsins
Þriðjudagur 27. júlí 2004 kl. 15:39

Leikir kvöldsins

Keflavíkurstúlkur taka í kvöld á móti Haukum í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli klukkan 20.00. Fyrr í sumar er liðin mættust á Keflavíkurvelli fóru heimastúlkur með sigur af hólmi 10-0. Keflavík er sem stendur í efsta sæti A-riðils 1. deildar með 24 stig eftir átta leiki.

Njarðvíkingar heimsækja Fjölni í 1. deild karla í kvöld og hefst sá leikur klukkan 20.00. Njarðvík vann fyrri leik liðanna í sumar 3-2 en Fjölnir hefur hægt og rólega verið að klifra upp töfluna og er nú í 5. sæti deildarinnar með 16 stig eins og Njarðvík.

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024