Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 20. febrúar 2002 kl. 15:20

Leikir í körfunni um helgina

Nokkuð verður um skemmtilega leiki í körfunni um helgina enda er komin mikil spenna í deildirnar því fáir leikir eru eftir og nú fer það að ráðast hvaða lið eigast við í úrslitakeppninni. Bæði verður leikið í úrvalsdeild karla og kvenna.
Á föstudaginn verður nágrannaslagur í Njarðvík þegar bikarmeistararnir taka á móti Grindvíkingum. Þetta mun koma til með að verða hörkuleikur enda mikilvægt fyrir bæði lið að ná sigri í þessum leik. Á sunnudaginn koma Haukar í heimsókn til Keflavíkur og mæta þar efsta liði deildarinnar. Ef Keflvíkingar spila eins og þeir hafa verið að spila á heimavelli í vetur ættu þeir að sigra þennan leik án teljandi vandræða.
Einnig er leikið í 1.deild kvenna um helgina en á laugardag munu Grindvíkingar taka á móti KFÍ, Keflavíkurstúlkur spila við ÍS og stúlkurnar í Njarðvík leika við KR.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024