Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikir dagsins: Víðir mætir Magna á Sólseturshátið í Garði
Munu Víðismenn fagna sigri í kvöld?
Föstudagur 26. júní 2015 kl. 12:04

Leikir dagsins: Víðir mætir Magna á Sólseturshátið í Garði

Njarðvík sækir KV heim í Vesturbæinn

Víðir í Garði fær topplið Magna frá Grenivík í heimsókn í 3. deild karla í dag.

Magni hefur ekki tapað leik það sem af er leiktíðinni á meðan Víðismenn leita að sínum fyrsta sigri og fer að verða afar mikilvægt fyrir heimamenn að komast af stað í deildinni þar sem næstu lið fjarlægast með hverjum leik sem líður. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sólseturshátíðin í Garði fer fram um helgina og verður mikið um að vera á Nesfisksvellinum í tengslum við leikinn þar sem m.a. verður boðið uppá grillaðar pylsur og svala.

Leikurinn hefst kl. 19.

Í 2. deild karla sækja Njarðvíkingar KV heim í Frostaskjólið í öðrum mikilvægum leik beggja liða en aðeins tvö stig skilja liðin að í 5. og 9. sæti deildarinnar. Njarðvíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð í deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér á meðal efstu liða.

Leikurinn hefst á KR-vellinum kl. 20.