Leikir dagsins: Keflavíkurstúlkur í úrvalsdeild!
Keflavíkurstúlkur munu leika í Úrvalsdeildinni næsta ár eftir að hafa sigrað ÍA í úrslitaleik 1. deildarinnar í dag, 2-1.
Þá gerðu Reynir frá Sandgerði og lið Fjarðabyggðar markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 3. deildar karla.
Að lokum má geta þess að Njarðvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Þór á Akureyri í 1. deild karla. Michael Jónsson skoraði jöfnunarmark Njarðvíkur á 85. mín, en hann kom inná sem varamaður þremur mínútum áður.
Botnslagur Víðis og ÍR í 2. deild karla stendur enn yfir og er staðan jöfn, 2-2.
Nánari fréttir af leikjunum innan skamms...