Leikið í Sandgerði í kvöld
Í kvöld er leikið í 1. deild karla og eiga Reynismenn heimaleik gegn Leikni á Sparisjóðsvelli. Á meðan leika Grindvíkingar gegn Þór á Akureyri og Njarðvíkingar leika gegn Þrótti í Reykjavík.
Leikurinn á Akureyri hefst kl. 19.15 en hinir, þar á meðal í Sandgerði hefst kl. 20.
Grindvíkingar tróna á toppi deildarinnar og Reynir og Njarðvík eru í 9. og 10. sæti af 12 liðum.
VF-mynd: Jón Björn Ólafsson