Leikið í Reykjanesmótinu í kvöld
Reykjanesmótið í körfuknattleik heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum í Íþróttahúsinu í Keflavík.Kl. 19 mætast Grindavík og Haukar, en Njarðvíkingar og Keflvíkingar takast á klukkan 21.
Njarðvíkingar og Keflvíkingar tefla fram nýjum leikmönnum í kvöld, en Troy Wiley mun leika með Njarðvík og Anthony Glover verður í liði Keflvíkinga.






