Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í körfunni í dag
Laugardagur 5. janúar 2008 kl. 15:14

Leikið í körfunni í dag

Suðurnesjaliðin verða í eldlínunni í dag þegar leikið verður í Iceland Express-deild karla og kvenna. Grindavík og Keflavík fá heimaleiki í Iceland Express-deild kvenna en karlaliðs Njarðvíkur skellir sér vestur og heimsækir Snæfellinga í Stykkishólmi en leikurinn verður í beinni útsendingu á Rúv.

Fjölnisstúlkur heimsækja Keflvíkinga á Sunnubrautina og Grindavíkurstúlkur fá Hvergerðinga í heimsókn. Hefjast leikirnir kl. 16:00.

Njarðvíkingar heimsækja Snæfell í Iceland Express-deild karla og hefst leikur þeirra kl. 16:00.

VF-mynd: Rannveig Randversdóttir sækir að körfu Hamars í leik liðanna fyrr í vetur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024