Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 27. febrúar 2003 kl. 09:21

Leikið í Intersport-deildinni í kvöld

Þrír leikir fara fram í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld, þar af einn leikur á Suðurnesjum. Keflavík tekur á móti ÍR í íþróttahúsinu við Sunnubraut og má búast við hörku leik enda hafa leikir liðanna í vetur verið spennandi og skemmtilegir. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru Suðurnesjamenn hvattir til að mæta á leikinn. Áhorfendafjöldi á leikjum í körfunni í vetur hefur verið skelfilegur. Svo kallaðir stuðningsmenn liðanna mæta varla á leiki lengur, nema um sé að ræða einhverskonar úrslitaleiki. Ekki er hægt að segja að gæðin séu minni og ekki er spennan minni í deildinni þar sem komið hefur í ljós að öll liðin geta búist við sigri og tapi.
Hvort að það sé einhver ein ástæða fyrir þessu er erfitt að segja en eflaust eru nokkrar skýringar til fyrir því að fólk mætir ekki á leiki. Mín skoðun er sú að það eru einfaldlega allt of margir leikir, í deild, bikar og aukabikar og fólk bíður bara eftir úrslitum. Þá má einnig segja að deildarkeppnin skipti litlu sem engu máli því 8 af 12 liðum komast í úrslitakeppnina og því bíður fólk eftir henni áður en það fer að eyða 800 kr. inn á leiki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024