Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í Domino´s deild kvenna í kvöld
Petrúnella og félagar fá Hauka í heimsókn
Miðvikudagur 11. mars 2015 kl. 06:00

Leikið í Domino´s deild kvenna í kvöld

Það verður hart barist í Domino´s deild kvenna í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Haukum í Röstinni. Liðin eru í 3. og 5. sæti deildarinnar þar sem að Haukar berjast fyrir því að ná inn í úrslitakeppnina. 
 
Kanalausar Keflavíkurstúlkur hafa verið að missa dampinn í deildinni uppá síðkastið en þær taka á móti KR-ingum í TM höllinni. Ætli Keflvíkingar sér deildarmeistaratitilinn þurfa þær nauðsynlega á sigri að halda en KR-ingar freista þess að tryggja sæti sitt í deildinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024