Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í Borgunarbikarnum í kvöld
Þriðjudagur 10. maí 2016 kl. 09:35

Leikið í Borgunarbikarnum í kvöld

Nokkrir leikir fara fram í Borgunarbikarnum í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðin verða þar í eldlínunni. Njarðvíkingar heimsækja Selfyssinga en Njarðvíkingar unnu Kára 1-2 í fyrstu umferð. Keflvíkingar fara í Borgarnes og leika þar gegn Skallagrímsmönnum.

Örninn er andstæðingur Grindvíkinga en leikið er í Kórnum. Þróttarar fá Gróttu í heimsókn en Þróttarar unnu Stálúlf 2-1 í fyrstu umferð bikarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á morgun leika svo Sandgerðingar gegn Hamarsmönnum á útivelli, en Sandgerðingar lögðu Áfltanes í fyrstu umferð. Víðismenn fá Berserki í heimsókn á Nesfiskvöllinn en Víðir lagði ÍH 1-0 í fyrstu umferð.