Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í bikarnum í kvöld
Föstudagur 11. júní 2004 kl. 13:14

Leikið í bikarnum í kvöld

Í kvöld hefst keppni í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ. Þar keppa þrjú Suðurnesjalið og freista þess að færast skrefi nær bikarnum sjálfum.

Í Kópavogi mætast Njarðvík og Breiðablik, en bæði liðin leika í 1. deildinni. Njarðvíkingar hreinlega kjöldrógu Blika í leik þeirra á Njarðvíkurvelli á dögunum og verður fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur fer.

Þá tekur Reynir á móti Þór frá Akureyri á heimavelli sínum. Reynir er í 3. deild, en Þór í þeirri fyrstu. Róðurinn verður eflaust þungur fyrir heimamenn, en allt er hægti í bikarkeppninni og enginn sigur fyrirfram gefin.

Að lokum fer úrvalsdeildarlið Grindavíkur til Selfoss þar sem att verður kappi við heimamenn sem leika í 2. deild.

Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024