Leikið í 3. deild í dag
Njarðvík sækir Ólafsfirðinga heim á morgunn í 2. deild
Tveir leikir fara fram í 3. deild karla í kvöld þegar Reynir Sandgerði tekur á móti Álftnesingum
og Víðismenn heimsækja Berserki á Víkingsvöll. Reynismenn eru í 5. sæti deildarinnar með
4 sig en Víðismenn eru í því 8. með 2 stig en leiknar hafa verið fjórar umferðir.
Þá mætir Njarðvík liði KF í 2. deild karla á morgun en leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli.
Njarðvíkingar sitja í 4. sæti deildarinnar með 4 stig eftir 5 umferðir.