Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í 2. og 3. deild í dag
Víðismenn sækja Kára heim á Akranes í 1. umferð 3. deildar karla
Laugardagur 16. maí 2015 kl. 09:00

Leikið í 2. og 3. deild í dag

Njarðvík, Víðir og Reynir í eldlínunni

Njarðvíkingar fá lið Tindastóls í heimsókn á Njarðtaksvöllinn í dag en leikurinn er hluti af 2. umferð 2. deildar karla. Njarðvíkingar gerðu góða ferð austur á Egilsstaði í síðust umferð og unnu góðan 0-1 sigur með marki Theódórs Guðna Halldórssonar.

Þá hefst keppni í 3. deild karla þar sem að Reynir Sandgerði fær Völsung í heimsókn en frítt verður á N1 völlinn í Sandgerði í allt sumar í tilefni 80 ára afmæli félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðismenn sækja lið Kára heim á Akranes á sama tíma.

Allir leikirnir hefjast kl. 14.