Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í 16 liða úrslitum í Lýsingarbikarnum í dag
Sunnudagur 10. desember 2006 kl. 10:35

Leikið í 16 liða úrslitum í Lýsingarbikarnum í dag

Fjórir leikir fara fram í 16 liða úrslitum í Lýsingarbikarkeppni karla í körfuknattleik í dag og einn leikur verður leikinn í Lýsingarbikarkeppni kvenna. Þá mætast Íslandsmeistarar Hauka og nýliðar Hamars í Hveragerð í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Mesta athygli í dag vekur viðureign Keflavíkur B og Grindavíkur í 16 liða úrslitum karla. Innan raða Keflavíkur B er að finna nokkrar af skærustu körfuboltastjörnum Íslandssögunnar og ekki er laust við að nokkur eftirvænting sé fyrir leiknum sem fram fer í Sláturhúsinu í Keflavík.

 

Gárungarnir Sigurður Ingimundarson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Jón Kr. Gíslason og Albert Óskarsson munu leika með Keflavík B í kvöld. Þá mun Bandaríkjamaðurinn Jermaine Williams leika með B-liðinu og einnig hefur nafn Hrannars Hólm, formanns landsliðsnefndar KKÍ, verið nefnt í tengslum við þennan leik.

 

Nú er bara að sjá hvort gömlu kempurnar hafi úthald á við Iceland Express deildar lið þegar þeir taka á mót Grindavík sem er í 6. sæti deildarinnar og eiga titil að verja. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Sláturhúsinu.

 

Aðrir leikir dagsins:

 

14:00- KR-Snæfell (kvk)

16:00- Hamar/Selfoss-Þór Þorlákshöfn (kk)

19:15- Tindastóll-KR (kk)

19:15- Valur-Skallagrímur (kk)

19:15- Hamar-Haukar (kvk)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024