Leikgleðin skein úr hverju andliti
Það var heldur betur líf og fjör á knattspyrnusvæði Keflavíkur á laugardaginn þegar 450 fótboltastelpur í sjöunda flokki frá yfir 60 félögum kepptu sín á milli. Það var ýmislegt fleira gert til skemmtunar en að spila fótbolta, inni í Reykjaneshöllinni voru hoppukastalar sem vöktu kátínu hjá stelpunum og þá fóru keppendur líka í bíó.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, fylgdist með snilldartöktum leikmanna framtíðarinnar eins og myndirnar sýna.