Leikdagur hjá 35 ára Akstursíþróttafélagi Suðurnesja í dag
Akstursíþróttafélag Suðurnesja er 35 ára í dag, þann 4. nóvember. Af því tilefni ætlar AÍFS að halda uppá daginn með leikdegi við aðstöðu félagsins að Smiðjuvöllum 6 í Keflavík í dag, laugardag, milli kl. 14 og 18.
Ökutæki frá Akstursíþróttafélagi Suðurnesja verða til sýnis. Einnig er ný deild hjá AÍFS, RC-deildin (Fjarstýrðir bílar), og eru fólk hvatt til að koma með sína bíla og sýna þá og leika sér með þá á staðnum.