Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leika úrslitaleiki um sæti í efstu deild
Föstudagur 23. september 2016 kl. 12:31

Leika úrslitaleiki um sæti í efstu deild

Í dag fara fram úrslitaleikir um sæti í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Í Grindavík mætast heimakonur og ÍR. Grindavík fór með sigur af hólmi í fyrri leik liðanna, 0-2, á ÍR-vellinum og því í góðri stöðu fyrir leikinn í dag.

Í hinum úrslitaleiknum um sæti í efstu deild leika Haukar og Keflavík á Ásvelli í Hafnarfirði. Keflavík vann fyrri viðureign liðanna 1-0 í Keflavík.

Leikurinn í Grindavík hefst kl. 16:00 en í Hafnarfirði kl. 19:15. Með sigri Suðurnesjaliðanna þá fara þau bæði upp í úrvalsdeild að ári og því mikið í húfi í dag.

Keflavíkurstúlkur hafa sent út hvatningu til stuðningsmanna sinna að fjölmenna í Hafnarfjörð kl. 19:15 og hvetja stelpurnar áfram. Grindavíkurstúlkur sækjast einnig eftir stuðningi í Grindavík kl. 16 og bjóða frítt á völlinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024