Leika Njarðvíkingar í 1. deild kvenna að ári?
Kvennalið Njarðvíkinga í körfuknattleik leikur sinn mikilvægasta leik á tímabilinu næstkomandi laugardag er liðið tekur á móti sameinuðu liði ÍR og Breiðabliks kl. 14 í Njarðvík. Liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar og þurfa Njarðvíkurmeyjar að sigra með 6 stigum til að tryggja sér veru í 1. deildinni að ári.