Leik Reynis og Víðis frestað
Leik Reynis og Víðis í Lengjubikarnum sem fara átti fram í Reykjaneshöllinni í dag í Lengjubikarnum hefur verið frestað um óákveðin tíma.
Leikurinn átti að vera fyrsti leikur liðanna í keppninni. Fyrsti leikur Reynis í Lengjubikarnum verður því gegn ÍR í Egilshöllinni fimmtudaginn 19. mars á meðan Víðir leikur gegn liði Tindastóls í Akraneshöllinni þann 15. mars.