Leik Njarðvíkur og Breiðabliks frestað
Búið er að fresta leik Njarðvíkur og Breiðabliks í Subway-deild karla í körfuknattleik sem átti að fara fram í kvöld.
Sömuleiðis hefur leik Keflavíkur og Hattar verið frestað. Þetta er gert þar sem heitt vatn er farið af Reykjanesbæ og búið er að lýsa yfir neyðarstigi á Suðurnesjum. Leikjunum verður fundinn nýr leiktími á næstunni.