Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leik í Reykjaneshöll frestað vegna flensu
Miðvikudagur 27. janúar 2010 kl. 16:46

Leik í Reykjaneshöll frestað vegna flensu

Í tilefni af 10 ára afmæli Reykjaneshallarinnar þann 19. febrúar nk. stendur Reykjaneshöllin fyrir sérstöku afmælismóti, Suðurnesjamóti í knattspyrnu. Fyrsti leikurinn átti að fara fram í kvöld, en vegna þess að flensa hefur stungið sér niður í lið Víðismanna, hefur leik þeirra gegn Keflavík verið frestað.

Næsti leikur, og líklega sá fyrsti, verður á föstudagskvöldið kl. 20:30 þegar Grindavík og Þróttur í Vogum mætast.


Afmælismót Reykjaneshallar


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024