Miðvikudagur 19. ágúst 2009 kl. 13:15
Leik Grindavíkur og Fram frestað
Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta leik Fram og Grindavíkur í Pepsi-deild karla, sem vera átti á fimmtudaginn 20. ágúst, vegna verulegra veikinda í leikmannahópi Grindavíkur.
Nýr leikdagur verður tilkynntur síðar, en þegar hafði tveimur öðrum leikjum Grindavíkur verið frestað.
VF-mynd úr safni