Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leifur vann ferð til Basel
Þriðjudagur 27. mars 2007 kl. 09:51

Leifur vann ferð til Basel

Borgarskot Iceland Express í úrslitakeppninni í körfuknattleik er að vekja mikla lukku á meðal áhorfenda þessa dagana. Í gær varð Grindvíkingurinn Leifur Guðjónsson annar í röðinni til þess að vinna sér inn ferð með Iceland Express með því að hitta frá miðjum velli.

 

Nokkur fjöldi hefur unnið sér inn ferð en í Borgarskotinu þá skjóta konur og börn frá þriggja stiga línunni en karlar þurfa að skjóta frá miðju. Á sunnudagskvöld varð Steinar Aronsson fyrstur til þess að hitta frá miðju þegar ÍS tók á móti Haukum en Leifur varð annar í röðinni í gær er hann fylgdist með sínum mönnum í Grindavík binda enda á 18 leikja sigurgöngu Njarðvíkinga.

 

VF-myndir/ Jón Björn Ólafsson, [email protected] - Á efri myndinni er Leifur til vinstri en hægra megin er Óli Björn, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Á neðri myndinni fagnar Leifur frammi fyrir grindvískum stuðningsmönnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024