Leifur Guðjóns í spjalli um gengi Grindavíkurliðsins og Stinningskalda
Víkurfréttir tóku púlsinn á Grindvíkingnum Leifi Guðjónssyni en hann er einn af liðsstjórum karlaliðs Grindavíkur í fótbolta.
Leifur fór aðeins yfir tímabilið til þessa en það byrjaði mjög vel en aðeins hefur hallað undan fæti að undanförnu. Leifur hefur fulla trú á að liðið snúi genginu við og berjist um að komast upp.
Ekki nóg með að Leifur sé liðsstjóri, Helgi Leó sonur hans er einn forsprakka stuðningsmannasveitar Grindavíkurliðsins, Stinningskalda en aðeins hefur gustað um þessa flottu stráka að undanförnu. Leifur fór yfir hversu sterkir þeir hafa komið að stuðningi við liðið og hvetur alla til að líta þá björtum augum og leiðbeina þeim, í stað þess að gagnrýna.