Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:49

LEIFUR ENGUM LÍKUR

Íslendingar eiga marga góða dómara er Leifur einn þeirra. Í leik Keflvíkinga og Njarðvíkinga, á háspennutíma er aðeins 1,39 mínútur voru til leiksloka og Keflvíkingar í sókn dæmir hann öllum á óvart tæknivillu á staðgengil Friðriks Rúnarssonar þjálfara Njarðvíkinga, Einar Jóhannsson, fyrir kjaftbrúk. Engar slíkar villur höfðu verið dæmdar í leiknum og engar augljósar aðvaranir verið gefnar þjálfurum eða leikmönnum. Boltinn var í leik og ekki fékkst séð að hver svo sem ummæli Einars voru að þau gætu haft áhrif á þróun leiksins og því gjörsamlega óforsvaranlegt af Leifi að spilla þessari spennustund á þennan hátt. ,,Andskotinn” sagði Einar Jóhannsson þegar blm. náði tali af honum ,,Ég sagði andskotans í svekkelsi því mér fannst sigurinn vera að renna úr greipum okkar” um ummæli sín áður en Leifur dæmdi á hann tæknivilluna. Að leik loknum hafði ég eitt og annað að segja um dómgæsluna og reyndi að ná tali af Leifi við ritaraborðið. Þegar ég spurði hann út í tæknivillinu sagði hann mig hafa verið að vanvirða dómara leiksins með ummælunum og dæmdi í kjölfarið á mig brottrekstrarvillu” sagði Einar ósáttur. ,,Ég stjórnaði liðinu í fjarveru Friðriks Rúnarsonar og tel fulljóst að reyndur úrvalsdeildarþjálfari hefði ekki fengið sömu meðferð undir þessum kringumstæðum. Vil ég í því tilefni benda á að Sigurður Ingimundarson fór hreinlega hamförum á bekk Keflvíkinga í fyrri hálfleik án þess að fá svo mikið sem aðvörun”. JAK
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024